Já. Einföld spurning en ervitt svar. Ég t.d. hef ekki haft 7 dagana sæla með pabba mínum. Aldrei verið í góðu sambandi við kallinn. Hann hélt framhjá móðir minni þegar ég var ekki fæddur og átti þá annað barn. Foreldrarnir mínir skildu þegar ég var 8 ára. Þá var matað ofan í mig sögum gagnhvart pabba mínum og hversu sjálfselskur hann er(sem kallinn er). Og hann var því fluttur út og átti víst 3 milljónir inná lokaðri bók sem opnaðist um ferminguna mína(enginn vissi af því) og ég var núna að fermast í ár og mamma þarf að borga 100þ. kall í ferminguna mína. Útaf jú, pabbi minn vildi ekki borga neitt í henni. og hann birjaði að væla og skæla undan 20 þúsund kalli sem hann eyddi í gallabuxur og bol handa mér(já.. Dekurdýr ég veit!). En Svo þegar ég er búinn að biðja um nýjann gítarmagnara í fermingargjöf frá honum segist hann ekki eiga pening fyrir honum. Svo komst í ljós í sumar að hann ætti 3 milljónir og var búinn að eyða meirihlutanum af honum í sjálfann sig og á núna 700þ kall eftir af þessu. Svo fer kallinn og nær sér í kellingu langt útúr bænum, þarf að fara til hennar í hverri og einni einustu frítíma sem hann fær í vinnu. Svo núna um helgina er ég að fara að spila í úrslitaleik, og hann er fyrir sunnan(með kellingarmellunni) og segist ekki geta komið að horva á mig.
Svo ég hef aldrei þannig séð átt neitt gott samband við faðir minn. Og ég drekk og gegnur ekki svaka vel í skólanum. Svo ég bara spyr ykkur þessara spurningar
Verða börn verri því verra sem samband við foreldra er?