Las grein um fæðingar og ættleiðingar og vil segja mína skoðun á málinu. Ég persónulega ætla að ættleiða barn, mér finnst ekkert að því að fæða sín eigin börn en hugsaðu um það að ef þú fæðir barn í stað þess að ættleiða þá ertu að drepa barn sem þú hefðir annars tekið inná heimili þitt og hjálpað að vaxa úr grasi.
Það er allt of mikið af munaðarlausum börnum í heiminum sem eiga enga framtíð nema dauðann. Þá finnst mér mun betra að ættleiða barn og veita því hlýju, ást og ummhyggju því þú bjargaðir lífi þess hreinlega.
Ég þekki hjón sem ættleiddu barn frá indlandi eftir margað misheppnaðar tilraunir til barneigna, þegar þau ætluðu að fara að sækja barnið komst konan ekki með því hún var orðin ólétt, þau eignuðust svo lítið barn um vorið, fólk spurði þau í alvöru talað hvort þau ætluðu þá að skila hinu barninu!!! auðvitað ætla þau það ekki, núna ætla þau að ættleiða annað barn í stað þess að eiga annað sjálf…
Éh ætla að ættleiða barn þegar ég hef aldur og getu til, því ég vil bjarga barni!!!