"tilvonandi stjúpmamma"
Sælar mæður!´Ég er með smá vangaveltur,málið er það að kærastinn minn á þriggja ára son sem ég hef ekki ennþá hitt. Nú er stóra stundin að fara að renna upp og ég fæ að hitta strákinn. Hann og barnsmóðirin gerðu með sér samkomulag um að láta líða nokkra mánuði þar til ég hitti hann eða allaveganna þangað til við vissum hvort einhver framtíð væri í sambandinu til að rugla ekki barnið í rýminu. Mér fannst þetta mjög skynsamlegt og nú eru liðnir næstum 6 mánuðir síðan við fórum að vera saman. Hann talaði um þetta við hana um daginn og hún varð fúl og skellti svo á hann,, en ég skil vel að hún þurfi sinn tíma til að sætta sig við þetta, en já spurningin! hvernig er best að fara að þessu? hann er með strákinn alla laugardaga og auðvitað fer ég ekkert strax að vera með þeim tvemur allan daginn! er best að hann sjái mig smá stund í einu eða hvað! haldiði að mamman geti einhvern tímann sætt sig við þetta? p.s þau hættu saman í góðu og voru bæði mjög sátt við það, en samt vill hún hafa tak á honum og kallar þær stelpur sem hann hefur hitt hórur og druslur!