Góðan dag…
ég er 18 ára strákur með 16 ára stelpu. Við elskum hvort annað út af lífinu og höfum verið saman í 2 mánuði eða þar um bil.
Foreldrar hennar eru með svo mikla pressu á henni og hún er að brotna niður… Það mætti halda að foreldrar hennar væru að heilaþvo hana. Hún brotnaði niður beint fyrir framan mig í kvöld… Þar að seiga 30 maí. Við höfðum fengið leyfi hjá mömmu hennar til að fara í útilegu helgina 28-30 maí. Systur hennar og faðir fóru til útlanda um helgina og var það ein af ástæðunum að hún fékk að fara í útilegu því mamma hennar var að vinna á fullu þessa helgi.
Nú í morgun fékk hún hringingu frá móður sinni. Það fyrsta sem móðir hennar sagði var: “Ætlar þú ekki að koma heim og hitta fjölskylduna þína?” Kæradstan ætlaði af sjálfsögðu og fékk leyfi til að gista hjá mér aðra nótt MEÐ því skilyrði að hún myndi koma heim og hitta fjölskylduna… Svo fórum við bara að skemmta okkur og fórum heim til hennar að hitta fjölskylduna um hálf 7 leytið og stoppuðum þar í 1 og hálfan tíma eða til kl 8. Svo seinna í kvöld fær hún sms að hún eigi að fara heim. Svo tala þau saman og þá hefyr móðirin gleymt þessu með næturgistinguna. Ekkert þýddi að tala við hana um það. Móðir kærustunar minnir er að NEYÐA hana til að velja milli mín og fjölskyldunar sinnar… Ég er alveg ráðalaus og mig vantar hjálp… Nú þegar ég skrifa þetta er ég í smá uppnámi þannig að ég biðst fyrirgefningar ef þetta hljómar ruglingslega enn ég gerði mitt besta. Ég bara veit ekkert hvað ég á að gera :(
PLZ gefið mér góð ráð OG Vinsamlegast EKKI vera að koma með bull
Takk fyrir lesturinn
Kveðja
Ég<br><br>Drasl á skrifborðinu? Kannski ekki.
Drasl er ekki drasl ef þú veist hvar allt er.