Úff!! Maðurinn minn á barn úr fyrra sambandi. Strák sem er 4ra ára. Mamma stráksins er vægast sagt “nutkeis”, og alltaf eitthvað helvítis vesen á henni. Hún er fyrrverandi dópisti, dópaði upp á dag í einhver ár, en hætti svo að drekka og dópa, en byrjaði allavega að drekka um leið og strákurinn fæddist, og eflaust að dópa aftur. Hún er alltaf að tuða eitthvað í okkur, hún vill að við tökum hann meira, eða við megum ekkert fá hann, og svo gargar hún og öskrar á okkur þegar við komum að sækja hann, fyrir framan hann, og það er bara happa og glappa hvort við fáum hann með okkur. Það er sko ekkert alltaf, stundum þurfum við að fara aftur tómhent og bíða þangað við eigum að fá hann næst.

Ég hef verið einstæð móðir, var það í mörg ár, og veit því alveg hvað ég er að tala um. Það er ekki hægt að setja okkur konur í svona flokka, bara einstæðar mæður annars vegar og hins vegar stjúpur. Því oft höfum við stjúpur verið í þessum sporum, að vera einstæðar mæður.

Ég hef hins vegar ALDREI hagað mér svona. ALDREI. Og myndi aldrei leggjast svona lágt, lítíllækka sjálfa mig svona. Bjóða sjálfa mig svona, manni sem ég vissi að vildi ekkert með mig hafa. Garga og öskra svona fyrir framan barnið mitt. Þetta er það sem hann á eftir að muna, mamma alveg brjáluð, öskrandi og grýtandi hlutum (já, grýtandi hlutum í áttina að okkur), og pabbi og stjúpmamma bara úti með hissasvip… Þetta myndi ég aldrei láta börnin mín sjá, og nú er svo komið að þau hafa komið með okkur að sækja hann, og horft upp á þessa hegðun hjá henni, og ég býð þeim ekki upp á það lengur. Svo ef við eigum að taka strákinn þá verður það að vera þannig að börnin mín koma ekki með að sækja hann, nú eða hreinlega hún verður að koma með hann til okkar. Því á “okkar heimasvæði” þorir hún ekki að haga sér svona, hefur allavega ekki gert það hingað til.

Ég þekki þetta semsagt alveg, að vera einstæð móðir, og þurfa að láta barnið í hendurnar á annarri konu. Konu sem ég ber virðingu fyrir, sem barnið mitt tala vel um og hugsar vel um börnin mín. Konu sem ég myndi aldrei koma svona fram við. Svo ég er ekki bara vonda stjúpan sem kalla þessa manneskju “nutkeis” bara því hún sé einstæð móðir. Ég kalla hana nutkeis því hún er það, óviðkomandi þeirri staðreynd að hún er einstæð móðir.

Hvað á eiginlega að gera við svona klikkhausa, málið er að hún drullusér eftir barnsföður sínum (kærastanum mínum), og hún hefur í gegnum tíðina reynt allt til að fá hann aftur. Boðið honum sig og reynt að sleikja hann upp með öllum ráðum, og þess á milli er hún kolvitlaus og hótar að hann fái aldrei að sjá strákinn aftur. Hún hefur oftar en einu sinni sagt að ég fái aldrei að hitta strákinn, svo ef pabbinn vilji sjá hann verði hann að hitta hann heima hjá henni, og BARA EINN.

Þetta er alveg hryllilega erfitt og slítandi að standa í svona. Hvað á maður að gera við svona kellingar?