Það er ár og öld síðan að ég sá eitthvað barn úti að leika sér í snú snú, verpa eggjum, skotbolta og öllum þessu leikjum sem að maður fór í þegar að maður var yngri.
Það eina sem virðist lifa er fótboltinn, ekkert nema gott um það að segja :)
Svo bara sér maður ekki eins mikið af börnum úti að leika sér eins og var hér áður. Mér finnst þetta hálf sorglegt, erum við að ala upp þreklaus börn sem kunna ekki að leika úti ? *pæl*
Kunna ykkar börn, eða systkyni eða eitthvað af börnum sem þið þekkið svona leiki?
(mig minnir að þetta hafi verið rosa stuð þegar að maður var í þessu í “gamla daga”)
———————————————–