Nei.. Börnin ættu helst ekki að vera spurð útí svona lagað, þótt gott sé að þau séu sátt við hlutskipti og flutninga.
Hefur þú pælt í því afhverju þið eruð að flytja? Fólk pakkar ekki föggum sínum bara uppúr þurru einn daginn og ákveður að flytja eitthvert annað.
Foreldrar þínir hafa líka sínar rætur sem þeir eru ef til vill nauðugir að rífa upp. Måske eru þau að flytja vegna þess að það eru betri atvinnumöguleikar á hinum staðnum, betra húsnæði eða betri kjör.
Ekki gleyma því að mamma þín og pabbi, sem forráðamenn þínir og fyrst og fremst foreldrar, eru örugglega að hafa hagi þínu fyrir brjósti. Ef þau væru ekki fullvissuð um að þú gætir orðið hamingjusöm/samur á hinum staðnum, eignast nýja vini og blómstrað, þá myndu þau örugglega ekki láta sér detta það í hug að vera að flytja.
Þú ert enn ung/ur, og þú átt eftir að eignast nýja vini. Auk þess búum við á tíma þar sem allt er tæknivætt, og þú ættir ekki að standa í erfiðleikum við að halda sambandi við gamla félaga.