Bara smá leiðrétting. Þessir sníklar eru ekki í öllum kattaskít og meira að segja eru frekar fáir kettir smitaðir af sníklinum á Íslandi. Það breytir því ekki að ófrískar konur eiga ekki að vera að vesenast í kattaskítnum ef ske kynni að kötturinn væri smitaður. Ef konan er hins vegar búin að umgangast köttinn lengi þá eru allar líkur á að hún hafi smitast af þessum sníkli fyrir löngu og þá er hún búin að mynda mótefni gegn honum og hann þ.a.l. ekki hættulegur fóstrinu. Ef hins vegar konan smitast af toxoplasma í fyrsta skiptið á meðgöngu þá getur sníkillinn verið hættulegur fóstrinu, bæði valdið fósturláti og fósturgöllum. Það er eiginlega sama hvenær á meðgöngunni konan þá smitast, þetta getur alltaf verið slæmt. Getur meira að segja valdið sýkingum hjá barninu löngu eftir fæðingu. Ég átti kærasta sem missti sjón á öðru auga þegar hann var 18 ára og það var rakið til toxoplasma smits í móðurkviði.
Það er líka alveg rétt að þessi sníkill getur verið í illa matreiddu kjöti svo ófrískar konur ættu að forðast blóðugar steikur ;)<br><br>Kveðja,
GlingGlo