Hef oft velt þessu fyrir mér. Sumir segja að það sé gott að börn fæðist inn á heimili þar sem eru gæludýr, þá séu minni líkur á að fá ofnæmi. Hmm veit ekki. Fer það ekki bara eftir hverju og einu barni hvað það er næmt? T.d. geta aðrir brugðist verr en hinir við moskítóbiti og sumir alls ekki bitnir af moskítóflugum, eða þeir eru bitnir en finna ekkert fyrir því. ÞEtta er bara dæmi um misjafnt ónæmiskerfi.
Datt þetta dæmi bara í hug, því ég var í útlöndum með kærasta mínum í haust, það vessaði ógeðslega í hans moskítóbitum en ekki mínum…samt sömu flugurnar sem bitu okkur. Held þetta sé útaf MISJÖFNU ÓNÆMISKERFI því öll erum við jafn ólík og við erum mörg;)