Ok mér liggur svolítið á hjarta! og það er þessi söfnun sem var á Laugardag fyrir sérstök börn ,þetta var mjög þörf söfnum og frábært framtak og æðislegt að sjá hvað Íslendingar geta ef þeir taka höndum saman, en það var eitt sem sló mig það var þegar félagsmálaráðherra kom í sjónvarpssal voða montin og sagði að ríkisstjórnin ætlaði að gefa 45 mijónir þ.e 15 miljónir á ári í 3 ár og allir klöppuðu fyrir honum voða glaðir, mér finst þetta hræsni. Ríkistjórnin á að taka þátt í þessu alltaf, það á að vera sjálfsasgður hlutur og á hreinlega að vera í fjárlögum, ég gat ekki klappað fyrir þessu, því ef ríkið hefði staðið sig í aðstoð og ráðgjöf fyrir foreldra þessara barna hefði þessi söfnun verið óþörf
svo mörg voru þau orð.
Pollyanna