Ég er ég og þú ert þú svo ekki halda að þú þekkir mig!
hvað er málið
mig langar að fá svar frá einhverji mömmu hér sem á krakka á unglingsaldri en spurningin er sú….hvað er málið með að vera alltaf að ofvernda börnin sín og ekki leyfa þeim að vera úti lengur en lög leyfa?? mig langar að fá svar við þessu því að ég er 15 ára og mamma mín er að gera útaf með mig vegna þess að hún treystir mér ekki til að vera úti lengur en kanski um helgar til 11-12. af hverju treysta foreldrar ekki börnunum sínum?? ég meina í ástarsambandi er traust og væntumþykja aðalmálið sem að heldur samböndunum uppi er ekki svoleiðis líka í fjölskyldum..að allir verði að treysta hvert öðru?? það er allavega ekki þannig í minni fjölskyldu :( það er frekar fúlt. ég vill bara sem fyrst fá svör við spurningunum mínum. takk Itastelpa ;)