Frelsun frá Illuga
Við sonur minn, sem er nýorðinn þriggja ára, vorum að fara saman með bænirnar um daginn en sama dag höfðum við séð Illuga Jökulsson á göngu í miðbænum. Ég hafði verið að reyna að kenna honum að segja Illugi, hann er mjög skýrmæltur en þetta orð vafðist fyrir honum, hann gat bara sagt illi. Og sure enough, í faðirvorinu um kvöldið þá segir minn maður: Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá Illu Jökulsson.