LOL!
Já það geta sko verið læti stundum. Það er nú erfitt að lýsa því í stuttu máli hvernig er að eiga börn, gæti skrifað heila ritgerð.
Það merkilegasta við að eiga börn (mín upplifun) er að upplifa þessa tilfinningu um að elska einhvern án nokkurra skilyrða, ég myndi hiklaust deyja fyrir börnin mín, ekki spurning. Rosaleg væntumþykja og ábyrgðartilfinning sem maður fær fyrir þessum krílum. Og svo elska þau þig á móti og það gefur manni svo ótrúlega mikið að finna hvað þau treyst á þig og finnst þú alltaf best.
Þetta er krefjandi, maður er að reyna að ala upp góða og sjálfstæða einstaklinga og það er ekki alltaf auðvelt að finna þennan gyllta meðalveg, en þetta er verkefni sem mér finnst gaman að takast á við.
Það eru frábærir gullmolar sem koma frá þessum krúttum stundum, geta sko verið ótrúlega skemmtileg.
Stundum eru þau líka hreint út sagt hundleiðinleg og óþekk og maður gæti gjörsamlega hárreytt sig, en samt þykir manni alltaf jafnótrúlega vænt um þau. Að vera foreldri er alls ekki alltaf auðvelt, getur bara verið rosalega erfitt á köflum, en það er ofboðslega gefandi.
Svo þarf maður bara að horfa á börnin sín sofandi til að öll gremja og pirringur hverfi og maður fyllist bara væntumþykju og lotningu yfir að hafa verið með í að búa til þennnan fullkomna, litla, yndislega einstakling.<br><br>Kveðja,
GlingGlo