Brjóstastækkun hefur sjaldnast í för með sér einhver vandræði fyrir brjóstagjöf því læknarnir þurfa ekki að fjarlægja neinn vef sem inniheldur mjólkurkirtla og mjólkurgöng. Þeir kunna sitt fag. Auðvitað er alltaf samt smá áhætta. Brjóstaminnkun getur hins vegar haft í för með sér svona vandræði en þá getur skorist á mjókurganga og auk þess orðið einhver hormónatruflun svo mjólkin losnar ekki úr brjóstunum þó hún myndist.
Ef þú ert að spá í sílikoni þá skaltu bara tala við lýtalækni um þetta og hann fræðir þig um alla kosti og galla og áhættur.<br><br>Kveðja,
GlingGlo