Ég er með dóttur mína í ungbarnasundi. Fyrstu tvo tímana fanst henni geðveikt stuð, hún gerði allar æfingarnar fór í kaf og allt var bara frábært. Svo fór hún í fílu. Næstu fjögur skipti öskraði hún og gargaði um leið og við komum ofan í laugina og hætti ekki fyrr en við komum uppúr. Kennarinn sagði mér að við ættum bara að taka þessu rólega og vera bara rólegar saman í lauginni og ekkert að vera að láta hana gera eitthvað sem hún ekki vill gera. Við sátum bara og horfðum á það sem hinir krakkarnir gerðu og æfðum okkur svo í baðinu heima, því það var allt í lagi. Eftir þessa fjóra tíma var hún allt í einu alsæl ofan í laugini og í dag er hún hálfnuð með annað námskeiðið og það er aldrei eins gaman og í sundi um helgar. Við fórum að fara með hana í sund oftar, til að hún vendist þessu betur og það gengur bara rosalega vel núna. Við erum í Breiðholtslauginni og hún er líka heit á sunnudögum svo það er ekkert mál að fara þá. Svo var það líka þannig að þegar pabbi hennar kom líka með ofan í laugina var allt miklu betra. Hann mátti gera með henni æfingar sem ég mátti aldrei gera. Hún er miklu öruggari ef við erum bæði ofan í.
Ég hvet þig eindregið til að gefast ekki upp. Mágkona mín gafst upp þegar strákurinn hennar lét svona og hann er að verða 5 ára í dag og er svo vatnshræddur að það eru slagsmál í hvert sinn sem það þarf að þvo honum um hárið. Vatn má ekki koma yfir höfuðið á honum.
Kennarinn okkar ráðlagði okkur að hafa það notalegt í lauginni á meðan hún var að venjast þessu og gera bara þær æfingar sem hún vill. Þú getur líka verið með svamp, gefið honum “kaf merkið” og kreist síðan vatnið yfir hann úr svampinum til að viðhalda lokunarviðbragðinu og líka reynt að kafa í baðinu heima. Þar er allt rólegra og börnin finna fyrir meira öryggi. En ekki gefast upp, leyfðu honum bara að ráða hraðanum.
Gangi ykkur vel
Tzipporah<BR