Ég verð bara að segja ykkur aðeins frá honum Alexander frænda mínum, ég hreinlega elska þetta barn!
Hann fæddist nokkrum dögum eftir tíman, sem er nú í lagi, en þegar hann fæddist þá sáu læknarnir að hann var búin að kúka í legvatnið og var því búin að drekka smá af því líka :/ svo hann þurfti að vera á spítalanum í nokkra daga til þess að hreinsa lungun á honum aðeins.. Svo þegar hann og mamma hans voru komin heim, þá uppgötvaðist það að það var smá eftir af fylgjunni ennþá inní mömmu hans.. sem getur sko verið stórhættulegt! Svo hún þurfti að fara aftur uppá spítala.. en það náðist..
En nú andar hann alltaf frekar hátt og það kurrar svona í honum alltaf.. útaf kúknum og því.. en hann er sem betur fer alveg súper hress og allt ætti nú að vera í stakasta lagi, vona ég =)

Hann er núna orðin 8 mánaða.. og er orðin svaka duglegur.. skríður og skokkar um í göngugrindinni sinni.. brosir allan hringinn og er bara algjört rassgat! og svo er hann svo mikil kelirófa í sér.. elskar að láta fikta í hárinu á sér og hljóðin sem koma útúr honum þegar honum líður vel… ahh.. svo sætt…


Allavega.. langaði bara að segja ykkur aðeins frá honum :)<BR