Það er svo gaman að fylgjast með því þegar börn uppgötva að þau geta gert hitt og þetta.
Ég man eftir því þegar ég var lítil var til alveg þvílíkt mikið af kubbum en aldrei fanns okkur krökkunum þetta nógu mikið. Maður var alltaf að kubba allskonar skulptúra. jæja mikið af kubbunum hefur týnst og svo eru þeir einhverstaðar uppá lofti hjá ömmunni og afanum. Fyrir ca. fjórum til fimm árum keypti ég svona hlunkakubba kubba kassa meira að segja tvo því þeir voru á einhverju tilboði og fleira dót svo að börn vina okkar hefðu eitthvað til að leika sér með. Svo núna um jólin fékk dóttir okkar einn slíkan kassa til viðbótar svo þið getið ímyndað ykkur hvað hún á mikið af kubbum.
Í gærmorgun sat dóttir okkar inni í herberginu sínu og var að gramsa í kubbunum sínum. Svo eftir smá stund tók hún einn langan rauðan kubb upp og teygði sig í annan en hann var ekki rauður svo hún henti honum frá sér og teygði sig eftir næsta og ekki var hann heldur rauður svo hún henti honum bara líka og teygði sig eftir enn einum kubbnum og hann var rauður. Þá var bara að koma þessum tveim rauðu kubbum saman og það tókst með því að þrýsta þeim fast að grönnum líkamanum.:)
Svo endurtók leikurinn sig þar til hún var komin með fimm rauða kubba kubbaða saman. Sem sagt henni tókst þarna að kubba kubbana saman án nokkurnar hjálpar og í þokkabót flokkaði hún kubbana eftir lit.
Þetta fannst okkur fyndið og svolítið skemmtilegt að sjá.
Svo hélt hún áfram að kubba allan daginn og hélt meira að segja áfram í morgun.
Sem sagt kubbasjúk ung stúlka.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur orðið montin(n) af svona litlum krúsindullum.
Ég vona að það sé eins gaman hjá ykkur og hjá okkur.
Því það er stanslaust fjör hjá okkur.
Kveðja,
Krusindull<BR