Ertu nokkuð að meina athyglisbrestur eða ADD?
Fann þetta á doktor.is
(Attention Deficit Disorders - ADD)
Athyglisbrestur er læknisfræðilegt heiti á heilkennum sem stafa frá skaða í taugakerfinu sem um 3-5 % nemenda líða af. Rannsóknir sýna að greina má a.m.k. tvo undirflokka: Athyglisbrest (ADD)(1) án ofvirkni og athyglisbrest með ofvirkni (ADHD).
1. Athyglisbrestur hefur í för með sér takmarkaða athyglisgáfu, skipulagsleysi, hæga hugræna úrvinnslu og hægar hreyfingar þegar kemur að nákvæmnisvinnu.
2. Athyglisbrestur með ofvirkni felur í sér óeðlilegt þroskamynstur sem lýsir sér í óeðlilegri stjórnun hvata og líkamshreyfinga.
Athyglisbrestur, sinnuleysi sem ríkjandi eiginleiki
(Attention deficit/Hyperactivity Disorder, Predominately Inattentive Type - ADD)
Áhugalaus hegðun
Á erfitt með að fylgja leiðbeiningum
Á erfitt með að halda athygli
Á erfitt með að hlusta
Á erfitt með að skipuleggja hluti
Bregst hægt við verkefnum sem krefjast umhugsunar
Dagdreymin(n) (starir út í loftið, úr sambandi)
Er lengi að skrifa
Er óvirk(ur) (sýnir ekki viðbrögð við örvun)
Forðast verkefni sem krefjast einbeitni (læra heima, lesa)
Gleymir og týnir því sem á þarf að halda fyrir ákveðin verkefni
Lýkur ekki verkefnum
Man ekki það sem nýbúið er að fara yfir
Örlítil truflun dreifir athyglinni
Sýnir mótsagnarkenda færni í skólastarfinu
Tekur ekki frumkvæði
Tekur illa eftir
Virðist latur/löt eða áhugalaus um að ná markmiðum
Virðist vera kraftlaus, sinnulaus eða syfjaður/syfjuð
Athyglisbrestur með ofvirkni, ofvirkni og hvatvísi sem ríkjandi eiginleikar
(Attention Deficit/Hyperactivity Disorder, Predominately Hyperactive, Impulsive Type - ADHD)
Ofvirkt atferli (hljóð, hreyfingar, geðshræringar, kenndir)
Á erfitt með að einbeita sér í rólegum leikjum
Á erfitt með að sitja kyrr
Breytir stöðugt um stellingar og er á iði
Fiktar
Gengdarlaust tal
Gerir mikið úr öllu
Hleypur úr einu verkefni í annað
Kastar hlutum
Leiði veldur líkamlegri vanlíðan
Ofurviðkvæmni, þolir ekki neinn sársauka
Óhófleg hreyfiþörf
Örar geðsveiflur án sýnilegra utan að komandi áhrifa
Pirringur
Reiðiköst
Þolir illa tilsögn
Þolir illa vonbrigði
Hvatvís hegðun (léleg stjórnun hugrænna og líkamlegra hvata)
Á erfitt með að bíða eftir að komi að sér í leikjum eða við hópverkefnavinnu
Á erfitt með að bíða eftir ánægjulegum hlutum (verður að fá hlutina strax!)
Á erfitt með að fylgja munnlegum og skriflegum leiðbeiningum
Á erfitt með að hafa hemil á hljóðum, hreyfingum og tilfinningum
Á erfitt með að sjá fyrir afleiðingar og tengja þær við eigið atferli
Á erfitt með að stjórna eigin vinnu í kennslustofunni (kæruleysisleg mistök)
Áhugi á og þátttaka í áhættuleikjum
Búðarhnupl (sérstaklega á fyrstu unglingsárunum)
Byrjar á verkefni áður en leiðbeiningar liggja fyrir
Framkvæmir án umhugsunar
Hespar af verkefnum
Svarar án þess að vera spurður
Svarar spurningum áður en lokið hefur verið við að leggja þær fyrir
Talar til annarra nemenda þó þögn skuli ríkja í kennslustofunni
Tekur hluti frá öðrum nemendum
Truflar fullorðið fólk
Truflar og ónáðar aðra nemendur í leik og/eða starfi
Önnur hegðun
Á erfitt með að leysa úr vandamálum
Á erfitt með að tileinka sér umgengnisreglur
Á erfitt með almenna félagslega hegðun
Árásargirni
Áttar sig ekki á samhengi
Áttar sig ekki á siðferðislegum reglum samfélagsins
Áttar sig ekki á umgengnisreglum samfélagsins, er félagslega ófær um að tileinka sér þær
Finnur ekki auðveldlega til ánægju
Lærir ekki auðveldlega af reynslunni
Mætir illa, svefntruflanir sem leiða til þreytu
Notar slanguryrði og ögrandi eða niðurlægjandi orðbragð
Pissar undir og gerir á sig, óhreinkar sig – á sér ekki líffræðilegar orsakir
Vöntun á færni við að tengja hugrænt (lærir ekki aðferðir til að meðhöndla upplýsingar og nýta þær á hagkvæman hátt)
Yfirdrifið upptekin, ofureinbeiting t.d. að sjónvarpi, tölvum, leikjum
Þótt álitið sé að athyglisbrestur og athyglisbrestur með ofvirkni sé sitt hvor röskunin má sjá hegðunarmynstur hjá sumum nemendum sem heimfæra má til beggja flokkanna.
Almennar upplýsingar um athyglisbrest og athyglisbrest með ofvirkni
Kynbundin tíðni
Bandarískar rannsóknir (2) benda til að hjá börnum (6-11 ára) komi athyglisbrestur í ljós hjá 1.4% drengja og 1.3% stúlkna og athyglisbrestur með ofvirkni fram hjá 9.4% drengja og 2.8% stúlkna. Hlutfall nemenda á unglingastigi sem eru greindir með athyglisbrest er 1.4% hjá drengjum og 1.0% hjá stúlkum (3) en hlutfall unglinga með athyglisbrest samfara ofvirkni er 2.9% drengja og 1.4% stúlkna.
Aldur þegar einkennin koma fram
Einkenni athyglisbrests og athyglisbrests með ofvirkni koma yfirleitt í ljós á aldrinum tveggja til sjö ára (4) Athyglisbrestur er venjulega greindur hálfu til einu ári á eftir athyglisbresti með ofvirkni (5) . Ekki er þó óalgengt að hjá nemendum með vægari einkenni athyglisbrests með ofvirkni og sérstaklega hjá þeim sem eru bara með athyglisbrest, að einkennin komi ekki í ljós fyrr en kröfur um einbeitni og ábyrgð á eigin starfi aukast í skólanum.
Fylgikvillar raskana
Athyglisbrestur og athyglisbrestur með ofvirkni geta haft veruleg áhrif á frammistöðu í námi, félagslega færni og tilfinningalega virkni.
40 % þurfa á sérkennslu að halda
19-26 % eru greind með námsörðugleika (námsþroskaheftingu)
52 % eru með skertar fínhreyfingar
50 % hafa skert félagsleg tengsl
45 % hafa röskun, sem lýsir sér í lygum, hnupli og íkveikjum (fremur greindar hjá nemendum með athyglisbrest með ofvirkni heldur en með athyglisbrest)
10-30 % eru með áráttu og þráhyggju(6)
nemendur með athyglisbrest sýna einkenni kvíða, þunglyndis og lélegs sjálfsálits.
Batahorfur
Rannsóknir hafa sýnt að þó einkenni athyglisbrests með ofvirkni dofni á unglingsárunum hverfa ekki eftirfarandi einkenni:
70 % líða af eirðarleysi, eftirtektarleysi, sljóleika, tilfinningalegu hviklyndi, lélegu sjálfsáliti, lélegu sjálfstrausti, lélegum námsárangri og skertri félagslegri færni
25-35 % leiðast út í andfélagslega hegðun
58 % falla oftar en einu sinni á prófum
10 % hætta í skóla
59 % falla að viðmiðum sem notuð eru fyrir andstöðuþrjóskuröskun
43 % fá greiningu um hegðunarröskun sem lýsir sér í lygum, hnupli og íkveikjum (CD) (7)
Athyglisbrestur með ofvirkni hverfur ekki hjá um 50-60 % einstaklinga. Almennur námsárangur og atvinnuþátttaka er lægri en búast mætti við.
30 % klára ekki framhaldsmenntun
Aðeins 5 % ná háskólagráðu
Fullorðnir með athyglisbrest með ofvirkni, þó þeir séu yfirleitt vinnufærir og sjái fyrir sér sjálfir, eru í lægri stöðum en aðrir innan fjölskyldunnar, skipta oftar um starf, eiga í erfiðleikum með samskipti við vinnuveitendur og hætta frekar eða er sagt upp
75 % eiga við félagslegan vanda að stríða
79 % bera því við að þeir séu kvíðnir, sorgmæddir og líði illa líkamlega
12 % eru fíklar
25 % sýna andfélagslega hegðun
25 % eru greindir sem andfélagslegir (8)
Niðurstöður rannsókna sýna að nemendur með athyglisbrest með ofvirkni sem fá fjölþætta meðferð hafa marktækt betri aðlögunarhæfileika heldur en nemendur sem fá enga meðferð eða bara eina tegund meðferðar. (9)
<br><br>Kv. EstHe