Well, þegar ég var krakki fannst mér fullorðið fólk geta verið svoddan fjárans fífl. Ég sór því við sjálfan mig þegar ég var svona 8 ára (án spaugs) að rifja þessa hluti reglulega upp til að ég gæti talað um þetta þegar ég yrði eldri frá sjónarmiði barna, og gæti þá sannað fyrir fullorðnu fólki að 5 ára veit maður allt í heiminum best. Svo varð ég gamall og heimskur og fór að sjá sjónarmið foreldra og fullorðins fólks.<br><br>Hvað til dæmis amma gat verið mikill endemis asni. Ég mátti ekki fá nammi. Ókei, hvers vegna? Vegna þess að ég fengi bara illt í magann af því? Halló? Hvað veit hún um það? Þekkið þið mikið af krökkum sem geta ekki troðið í sig endalaust af nammi og öskrað til eilífðarnóns? Krakkar eru þolmeiri á þessa hluti svo að eitthvað “ég vil ekki að þú meiðir þig” attitude pirrar þau bara, þó þau sýni það heldur með undrun, sem foreldrar oftast nær túlka sem skilning.<br><br>Þó það reyndar hljóti að vera hægt að útfæra þessa afbragðs lausn þannig að þetta virki, fatta krakkar alveg svona hluti. Þeir sýna það aldrei því þeir kunna það engan veginn, og hafa kannski enn minni ástæðu til þess. Ég man að mamma mín hélt alltaf að ég væri að hugsa um gáfuleg komment hennar þegar ég var svona… 3-5 ára (nú er ég ekki að ýkja), þegar ég var í raun og veru að pæla í því hvernig henni dytti í hug að ég félli fyrir þessari vitleysu. Hinsvegar sagði maður auðvitað aldrei neitt svo að foreldrarnir lifðu í þeirri þægilegu trú áfram, og maður sem barn með litla einbeitingarhæfileika, fór að gera eitthvað annað.<br><br>Ég var ekkert óvenjulega greindur krakki, svo að ég virkilega trúi því að þetta sé það sem reiki í gegnum höfuðið á mörgum börnum þegar foreldrarnir ætla að vera wise-guys. Ég sé það líka á börnum þegar mæður segja eitthvað svona; Þeir taka töluverðan tíma í að ná því að mamman hafi actually verið að meina það sem hún sagði.<br><br>Inn í þetta kemur auðvitað það að hvernig fullorðið fólk talar við fullorðna er mun líkar því hvernig ætti að tala við lítil börn. Það þarf að vera sætur og eitthvað til að vera ekki aggressívur og til að halda athygli, en það þarf ekki að láta eins og alger bjáni, því að krakkar eru fáfróðir, en þeir eru ekki fífl eins og fullorðið fólk, sem miðar við lífsgildi og raunveruleika sem lítil börn komast ekki nálægt því að skynja.<br><br>Að mínu mati myndi ég segja að til að hemja frekju barna væri að útskýra fyrir þeim, ekki endilega hægt og rólega og eins og imbi, heldur frekar ítrekað og ákveðið en ekki hastarlega, að maður tími einfaldlega ekki endalausum peningum í vitleysu, s.s. nammi. Ef krakkinn skilur það ekki, á hann samt eftir að eyða óheyrilega miklum tíma í að reyna það, og við það skilur hann það svo mun betur einhverju síðar, og ber mun sterkari tilfinningar gagnvart verðmæti og nægjusemi þegar hann þarf síðan að fara að taka sjálfstæðar ákvarðanir seinna í lífinu.<br><br>Svo má auðvitað aldrei gleyma því sem réttilega var minnst á hér áður, sem er að börn ganga eins langt og þau mögulega geta. Ég man að maður hugsaði “Úps, nú gekk ég of langt. Hey! Best að grenja! Þá verður mamma cool!”. Hræðilegustu mistök foreldra er að hóta krökkum sínum, og standa svo ekki við það. Þetta hljómar verra en það er, en það þarf auðvitað að passa að hóta ekki bara einhverri vitleysu, eins og að henda krakkanum út á gaddinn, því að krakkinn veit jafnvel og hvaða lífvera með vit í kollinum, að það er tómt kjaftæði, þó þessi orð auðvitað hræði börn. Þau hafa tilfinningar, þó þau hafi líka heila. Faðir minn fræddi mig um bók sem hann hafði lesið, nákvæmlega um þetta. Það er alveg ólýsanlegur munur á því að ala upp börn, standi maður við það sem maður segi. Að loka barnið inni á klósetti í fimm mínútur fyrir að gera eitthvað sem bannað er hefur reynst virka. Þetta virkar fullharkalegt í fyrstu, en svo tel ég engan veginn vera, á meðan barnið veit að það fer út eftir smástund, og á meðan að það veit að það er þarna inni fyrir að gera eitthvað sem það átti ekki að gera. Svo á að sjálfsögðu að verðlauna þeim fyrir það sem þau gera vel, og hvetja þau til dáða.<br><br>En eins og alltaf, er þetta auðvitað spurning um hinn gullna meðalveg, sem er meira að nefna það að ganga, þegar börn eiga í hlut.<br><br>Enn ein freakin' ritgerðin sem átti bara að vera nokkur orð.<br>Þið afsakið.<br><br>Friður.
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef sjaldan séð eins mikla bull grein eins og þína Armon…<br>Þú ert að halda því fram að það sé hægt að rökræða hlutina við 3-5 ára börn næstum eins og um fullorðið fólk væri að ræða..þvílíkar ranghugmyndir… sjálfsagt eru örfá börn sem skilja meira en önnur á þessum aldri, en að reyna að útskýra af hverju til dæmis er ekki æskilegt að barnið éti yfir sig af sælgæti er ekkert sjálfgefið.. einfaldlega vegna þess að barninu er í raun alveg nákvæmlega sama..<br>það er ekki fyrr en málin ganga út í öfgar sem barnið skilur sem málin fara að verða ljós í huga barnins,, hvort heldur að rökin séu rétt eða röng,,<br>Ég veit um barn sem var einu sinni sagt að ef þú borðaðir mikinn lakkrís myndirðu deyja, þá var barnið um 5 ára, nú er “barnið” orðið 16 ára og borðar ekki lakkrís enn þann dag í dag.. er það vegna hins mikla skilnings sem ríkti við 5 ára aldurinn? nei, ég held ekki, hver til dæmis man ekki eftir því að forledrar sögðu við mann þegar maður var krakki að ef þú værir að gera þig rangeygðan gætu augun fest þannig?,, sennilega flestir, og það ótrúlega er að margir trúa þessu fram á fullorðinsárin.. (þó þetta sé tómt rugl)<br><br>Mér finnst vandamálið með mörg börn í dag vera ótrúlegt virðingarleysi gagnvart fullorðnum, og þá meina ég ekki bara ættingja, heldur alla fullorðna, ég hef fengið á mig þvílíkt orðbragð frá litlum krökkum að ef um fullorðna hefði verið að ræða hefði viðkomandi ekki gengið heill frá þeim svívirðingum.. mér var kennt sem barni að virða fullorðna, grípa ekki framm í þegar fullorðnir væru að tala, vera kurteis, og þakka fyrir matinn.<br>Þetta er soldið sem er að hverfa í dag,, það er undantekning að börn innan 12 ára þakki fyrir matinn, hver kannast ekki við krakkana sem eru sífellt að grípa fram í fyrir fullorðnum? Þetta er vandamál sem foreldrar verða að taka á, annars fer illa fyrir þessum krökkum þegar þau eldast, því það kemur að því að einhver móðgast, og tekur til sinna ráða.<br><br>Ég er sammála Armon í því að þegar foreldri segir eitthvað, þá á það að standa, við vitum flest hvernig við áttum að fara að því að plata foreldra okkar í að leyfa okkur eitthvað sem þeim var þvert um geð,, krakkar læra þetta, “ef pabbi segir nei, þá fer ég til mömmu”
0
nákvæmlega! börn skilja ekkert svona hluti og ef þau eru þrjósk og frek þá eru þau það bara! það er ekkert hægt að gera þau að englum bara á hálftíma bara með því að rökræða við þau!!
0