Ég er að fá föt sem frænkur mínar hafa verið að nota og þau föt hafa mörg verið notuð af þeim öllum fjórum. Móðir þriggja þeirra fer rosalega vel með fötin svo þau eru alveg heil og falleg ennþá eftir þær þrjár, en sú sem á þá yngstu kann einhvernvegin ekki alveg á þvottavélina sína og fötin eiga það til að verða snjáð og ljót hjá henni. Þeim fötum hendi ég en hinum (og eins fötum frá vinkonu minni sem hafa bara verið notuð á eitt barn) held ég og nota. Þegar þau eru orðin of lítil fara þau í kassa inn í geymslu og bíða þar til að næsta barn fæðist, því ég er alls ekki hætt og ég get ekki beðið eftir að fá að nota flottustu fötin aftur.
En svona hefur þetta alltaf verið í fjölskyldunni minni, enda hefur fæðst barn á innanvið 6 ára fresti síðan mamma mín fæddist og hún er elst 5 systkina sem eiga að meðaltali 3 börn hvert og svo eru komin 3 börn í ættliðnum þar á eftir (þ.e. dóttir mín og börn bróður míns). Þannig að fötin eru notuð á meðan þau líta vel út og ganga í “erfðir” þar til þeim er hent.
Svo eru nú alltaf ákveðnar flíkur geymdar, þær sem maður tímir ekki að gefa frá sér, þar til barnabörnin fara að koma. Dóttir mín er t.d. í nokkrum kjólum af mér, kom meira að segja heim af fæðingardeildinni í sömu fötum og ég kom í heim 21 ári fyrr.<BR