Það er svo gaman að fylgjast með því hvað börn vaxa og þroskast hratt. Maður getur ekki annað en talið sig lánsaman að eiga svona yndislega, fjöruga, skemmtilega sæta dúllu.
Þannig er að dóttir mín fékk rugguhest í jólagjöf frá afa sínum og ömmu. Hún var rosalega dugleg að rífa útan af þessum líka risastóra pakka, þrátt fyrir að vera lasin.
Svo setti afi hennar rugguhestinn saman en hún var alveg ofboðslega hrædd við hann og bara öskraði og barðist um svo við létum rugguhestinn inn til hennar og settum risastórann bangsann hennar á hann.(bangsinn er svo stór að hann kemst varla á hestinn og hann er mikið stærri en dóttir okkar). Við létum þetta vera svona og svo þegar við vorum að leika okkur bentum við af og til á bangsann sem hún er svo rosalega hrifin af. Og eftir svona 2-2 og hálfa viku fór hún að sína hestinum áhuga.
Svo núna fyrir 2 vikum settum við hana aftur á hestinn og hún var svolítið smeyk en þá tókum við öll tuskudyrin hennar og létum þau kyssa hana og taka utan um hana og á meðan vaggaði hesturinn lítillega og hún byrjaði að venjast þessu vaggi.
Núna í dag er hún svo hrifin af hestinum að þegar að við ætlum að taka hana af hestinum eins og t.d þegar síminn hringir og við þurfum að svara í hann tökum við hana alltaf af en hún er ekki ánægð með það og reynir að ýta höndunum okkar í burtu.
Dótti okkar á svo mikið af tuskudýrum og á hverjum degi og oft á dag verður hún að taka utan um þá og kyssa þá alla. Og ekki nóg með það að hún þurfi að kyssa þá alla og taka utan um þá og segja Aaaaaaaa þá snýr hún þeim öllum rétt og kyssir þá beint á munnin og brosir svo út að eyrum.
Henni finnst þetta svo skemmtilegt og fyndið.
Það sem henni finnst skemmtilegast samt núna er að drekka ein úr opnu glasi. Hún er meira að segja orðin svo flínk að það fer varla nokkur mjólk niður á hana.
Kveðjur,
Krusindull<BR