litli bróðir minn var snilli í gullkornum þegar hann var lítil,
sem dæmi.
Eitt kvöld kom hann inn í eldhús til mömmu okkar og spurðði, mamma hvað heita afi og amma?
Þau heita Anna og Jón elskan svaraði mamma (enda heita þau það) Nú er mér sko nóg boðið segir sá litli frekar reiður þá. (3 og hálfs)
Annað kvöld.
heyrist í þeim litla, pabbi mér langar í lítið systkyni geturu ekki farið með mömmu inn herbergi og búið það til(4 ára).
Svo kom hann eitt sinn heim með mynd af mömmu og pabba,
mömmu hafði hann teiknað með svart sítt hár (hún er ljóshærð og þarna stuttklippt) og pabba með risastór eyru. Þegar hann var spurður hvers vegna hann teiknaði myndina svona svaraði hann, nú vegna þess að ég vil hafa mömmu með sítt svart hár og svp heyrir pabbi alltaf þegar ég geri eitthvað ljótt. þess vegna er hann með stór eyru.(4ára)
um 4-5 ára alur var hann spurður hvað ætlaru að verða þegar þú verður stór.
afi svarar sá stutti.
Ha? afi, hver vegna??
af því afar vinna ekki svarar hann til baka.