Ég verð að segja eins og er börn eru alveg kostuleg og þau geta svo sannarlega komið manni til að hlæja.
Þannig er að við fórum til að láta kíkja á skurðin hjá dóttur okkar. Þegar við komum á staðinn var fullt af fólki með börn á svipuðum aldri og dóttir okkar. Nú við höfðum tekið með okkur barnabílstólinn hennar og kerru og þau fóru upp en ég gekk frá kerrunni og dröslaði bílstólnum upp og lét vita að við værum mætt á staðinn.
Mín sat í fanginu á pabba sínum sem var að byrja að klæða hana úr þegar að lítill gutti á aldur við hana kom skríðandi til hannar og fór að toga í rauðu fallegu skóna hennar og mín fór bara að gráta. Hún var svo smeik við hann því hann var svo frakkur og kom svo hratt að henni.
Svo leið og beið. Þið vitið hvernig þetta er hjá læknum.
En allavega þarna kom annar gutti rúmlega 2 ára og hann var ekkert að tala við hana heldur þurfti hann aðeins að fá að skoða bílstólinn og við vorum nú ekkert að banna honum það. Mín sem að var að koma úr könnunarleiðangri kom að honum vera að skoða stólinn sinn og hún vissi sko alveg að þetta var hennar stóll svo hún fór til hans og sagði NEI og hann bara horfði á hana og hélt áfram að skoða stólinn svo mín sagði bara aftur og aftur og aftur NEI. Þar með var feimnin rokin útum veður og vind. Svo þegar að læknirinn kallaði á okkur tók maðurinn minn dóttir okkar og ég spurði drenginn hvort ég mætti nokkuð fá stólinn minn til baka þá sagði hann nei etta er minn og ríghélt i hann.
Svo ég stóð bara upp og hélt í stólinn og lét hann hjálpa mér með hann þar til að við komum að pabbanum sem allt í einu áttaði sig á þvi að þetta var hans barn kom og tók drenginn sem að fór að hágráta því þetta var hans stóll.
Lækninum fannst þetta svo fyndið að greyið drengurinn skildi halda svona fast í þá skoðun að þetta væri hans stóll þó svo að það væri oft búið að segja við hann að hans stóll væri í bílnum hans og að litla stelpan ætti þennan.
Svona geta börn verið miklir kjánar.
Krusindull.

P.s Maðurinn minn sagði nú við mig um daginn þú bara ert búin að eigna þér þennan nýja kork. Í það minnst erum við bara fjórar sem að segjum eitthvað hérna inni.
Bara smá svona pælingar frá hans hendi.<BR