Jæja hún ullaði í rúma viku og snar hætti svo. Núna er hún búin að uppgötva eitthvað betra. Að frussa!
Hún setur út úr sér tunguna og frussar í allar áttir og með svo miklum tilþrifum að það er allt blautt í kring um hana.
Áðan var hún sofandi og þegar ég kom inn til að tékka á henni heyrði ég bara “prrrrrrrrrr….” Þá lá hún með sængina upp fyrir haus (það er líka eitthvað nýtt hjá henni hún þarf alltaf að breiða sængina upp fyrir haus) og frussaði. Sængin var alveg rennandi blaut.
Núna situr hún hérna í fanginu á mér og frussar á tölvuskjáinn. Eru til rúðuþurrkur á tölvuskjá? <BR