Sko ég á 10 ára stelpu sem er venjuleg,halda allir en hún sefur ennþá uppí!!Trúið þið þessu 10ára stelpa sefur uppí,en sko hún sofnar í sínu rúmi og svo ef hún vaknar kemur hún uppí til okkar. Hvað er til ráða??????
Sama hvað aðrir segja þá skalt þú ekki halda að hún sé ekki venjuleg.. Það eru eflaust eitthverjir aðrir hér með góða þekkingu á svona svefn“vandamálum” ;)<br><br>ble ble Hulda
Þú getur prófað að tala við sálfræðing hvernig er best að venja hana af þessu en annars hef ég heyrt um börn sem hafa verið að koma uppí allt uppí 17-18 ára aldur og alveg ræst úr þeim en mér finnst það nú kannski einum of.
Kemur hún uppí af gömlum vana eða er hún myrkfælin? Hvernig væri þegar þú vaknar við að hún kemur uppí á nóttunni að þú leiðir hana aftur yfir í hennar rúm? Ef hún er hrædd getur þú haft ljós frammi á gangi eða setið hjá henni í smástund þar til hún sofnar. Hún hlýtur að hætta þessu fyrir rest ef hún sér að hún fær ekkert að sofa uppí.
Mér finnst þetta allt í lagi, ég sjálf skreið alltaf uppí til mömmu á þessum aldri og ég var 12 ára þegar ég hætti því. Ég var myrkfælin á þessum aldri, en það var ekkert mál að hætta þessu. Í dag er ég 35.ára
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..