Læknirinn lét mynda hann en það sást ekkert óvenjulegt á myndunum, þannig að hann heldur að það hafi komið sprunga í brjóskið, en veit í raun ekkert. Elís fékk teygjubindi á fótinn og emjar af sársauka ef hann gleymir sér og stígur niður :/ Læknirinn sagði að það skipti engu hvort hann hefði verið með beinbrot, tognun eða sprungu í brjóski, það væri ekkert gert. Ekkert smá erfitt að láta senda mann heim með svona lítill stubb sem getur og má ekkert hreyfa sig.
Þetta tekur frá nokkrum dögum alveg upp í viku/tíu daga að jafna sig, ég er ansi hrædd um að ég verði orðin þreytt á að bera hann um allt hús á þeim tíma ;) Þannig að núna krossa ég puttana og vona það besta og að sjálfsögðu er ég guðslifandi fegin að þetta var ekki alvarlega.
Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvað svona lítill stubbur getur dundað sér við, hann er nefnilega ekki sá þægasri að sitja kyrr? <br><br>Kv. EstHer
<font color=“navyBlue”><a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=EstHerP“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:esther1@simnet.is“>esther1@simnet.is</a>
Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/tiska“>Tíska & útlit</a>, <a href=”http://www.hugi.is/bornin“>Börnin okkar</a>, <a href=”http://www.hugi.is/romantik“>Rómantík</a> og <a href=”http://www.hugi.is/bornin">Heimilið</a></font
Kv. EstHer