ÞAÐ SEM BÖRNIN KENNA OKKUR
Það er skemmtilegra að lita út fyrir línurnar…
Ef þú ætlar að lita á vegginn í stofunni,
þá er betra að gera það bak við sófann…
Það er ekki satt að Súpermann hafi alltaf
borðað grænmeti þegar hann var lítill…
Ef hundinum þínum líkar ekki við fólk,
þá ætti þér ekki að líka það heldur…
Jafnvel þó þú hafir dorgað á bryggjunni í 3 tíma
og ekki fengið neitt nema þara og sólbruna á nefið,
þá hefur þú það a.m.k. betra en ormurinn á hinum endanum…
Stundum þarftu að taka prófið
áður en þú lýkur við að læra…
Ef þig langar í kettling,
þá skaltu byrja á að biðja um hest…
Það er engin skynsamleg ástæða
fyrir því að föt þurfi að passa saman…
Ef hesturinn sem þú ert að teikna líkist meira hundi,
þá skaltu breyta honum í hund…
Taktu frá pláss í röðinni handa vinum þínum…
Bankaðu bara áfram…og áfram…
þar til einhver kemur til dyra…
Að búa um rúmið sitt er mikil tímasóun…
Búðu reglurnar til jafnóðum…
Það skiptir engu máli hver byrjaði…
Haltu fast í það sem þú vilt…
Spurðu “af hverju?” alveg þangað
til þú færð svar sem þú skilur…<br><br><b><u>Kveðja alsig</u>
<a href="http://kasmir.hugi.is/alsig/“>Síðan mín</a>
<a href=”mailto:alsiggy@simnet.is">Póstur til mín</a></