LOL
Þetta er alveg hreint æðislegt. Börn segja svo fyndna hluti.
Ég var að passa litla frænda minn í dag. Hann var að spyrja mig út í piparkökuhúsið sem ég bakaði fyrir jólin. Ég setti inn í það litlu fjölskylduna í Betlehem (svona styttur sem ég á). Hann fór að spyrja hvort ég væri búin að borða húsið. Ég sagðist vera búin að borða svona smá vegis. Þá spyr hann:
-Ertu búin með Jesúbarnið?
-Nei, það er bara svona stytta, það er ekki hægt að borða það.
-Ó, en hænuhreiðrið?
-Hænuhreiðrið? Hvaða hænuhreiður?
-Nú þetta sem Jesúbarnið liggur í.
Ég mátti svo passa mig að springa ekki úr hlátri. Ég útskýrði fyrir honum í fljótu bragði hvað jata væri og sagði honum svo stuttan brandara til að geta hlegið.
En svona smá útskýring, þá er hann með brjálæðislega fugladellu og hans uppáhalds fuglar eru hænur og gæsir. Þegar hann var 2 ára fór ég með hann niður á tjörn. Þar var einn pabbi með dóttur sína og segir við hana: Sjáðu bra, bra. Vinurinn snýr sér hneykslaðu að honum og segir: Nei, þetta er stokkönd.
Og fyrsta Öskudaginn sem hann hafði eitthvert vit vildi hann vera heiðargæs. Svo ég get svo sem skilið pælinguna með hænuhreiðrið, en þetta var alveg hreint brillíant.<BR