aumingja börnin
það er búið að taka langan tíma fyrir ein hjón sem ég þekki, að skilja. Fyrir svona hálfu ári eða meira ákváðu þau að skilja en hættu við. Börnin þeirra tvö eru 6 og 9 ára. Það er eins og að ganga inn í frystikistu að labba inn til þeirra og börnin, sem eru óörugg og finna þetta auðvitað á sér, hanga í báðum foreldrunum og elta þau útum allt. Eldra barnið, 9ára var lagt í einelti en ég vona að það hafi batnað…ekki er þetta góð viðbót. Börnin þjást bæði af mikilli feimni. Nú heyrði ég að pabbinn sé að flytja frá konunni og börnunum þessa helgi…en þau eru EKKI búin að segja börnunum frá því!!!!! Mamman kemur með í afmælisveislur og svoleiðis til að láta þetta líta sem eðlilegast út, en það stórsést óhamingjan á börnunum. Sú yngri borðar og borðar og fitnar mikið og sá eldri kvartar mikið undan magaverkjum og er alltaf eitthvað að meiða sig (hann grætur mikið og samt er ástæðan=kuldinn á heimilinu milli foreldranna). Það lagast ekki ástandið ef þau halda áfram að búa saman, barnanna vegna og PLEASE ég vona að þau segja börnunum ékki frá rétt áður en hann labbar út með ferðatöskurnar!!!! Það er oftast mikil þögn á heimilinu og engin tilfinningaleg mál rædd.