Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.
Samlokuvinir.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort samlokuvina-sambandið sé á undanhaldi.. Þegar ég var sjálf á grunnskólaaldri var þetta lang algengasta formið þó svo að krakkar léku sér oft í hóp þá átti maður alltaf eina samlokuvinkonu. Ég get náttúrulega bara skoðað þetta útfrá dóttur minni í dag en þó svo að hún sé voðalega vinsæl þá vantar svona “besta vinkonan” samband. Ég vona að þetta sé ekki raunin, það væri sorglegt.