Hafa börn sjötta skilningarvitið á vissum tíma?
Hafið þið nokkurntíma tekið eftir því að börn ca 3-5 ára hafa stundum einskonar dulræna hæfileika, sem síðan eldast af.Það er eins og þau viti um hluti sem eru að gerast í órafjarlægð, eða eitthvað sem enginn annar veit, en reynist þó rétt ef að er gáð..Hugsum okkur dæmi: Maður fer norður í land í veiðiferð og konan er heima með barnið.Allt í einu segir barnið:- Hann pabbi missti stóran-stóran fisk, og nú kemur hann bara með tvo fiska heim- Og svo þegar maðurinn kemur, þá reynist þetta allt rétt. Það væri fróðlegt að vita ef einhver hefði upplýsingar um svona atburði og gæti frætt okkur hin.