Nei það er ekki alveg rétt hjá þér Apache. Læknar og hjúkrunarfólk telja almennt ekki að eyrnabólga eða kvef sé neinn fylgifiskur þess að sofa úti í vagni. Eyrnabólga kemur einmitt innan frá, ekki utan frá. Eins hafa rannsóknir verið gerðar á þessu sem sýna að það er enginn munur á tíðni eyrnabólgu þar sem ekki tíðkast að setja börnin út í vagn og þar sem það tíðkast. Svo er þetta ekki séríslenskt fyrirbrigði, ég hélt sjálf að svo væri, en hér í Noregi er þetta mjög algengt.
En hins vegar er þetta alls engin nauðsyn. Þetta eru eflaust leifar frá því að berklar gengu og hýbýli voru þröng og loftlaus og algjörar smitstíur. Þá var mikið hollara fyrir börnin að sofa úti í hreina loftinu. En í dag er í raun hvorki verra né betra fyrir börn að sofa inni eða úti.
Ef börn sofa úti þarf að passa að það blási ekki mikið inn í vagninn, en jafnframt að dúða ekki barnið og/eða vagninn svo mikið að ekkert loft leiki þar um. Yfirleitt er miðað við að setja börn ekki út í lægra hitastig en -10 gráður (það er samt vel heitt inni í vagninum ef barnið er rétt klætt og vagninn vel einangraður). Svo má heldur ekki dúða barnið of mikið. Það er góð regla að þreifa á hnakkagróf barnsins til að finna hvort því er of heitt eða of kalt, eða mátulega hlýtt. Börnum er oft kalt á höndunum þó að þeim sé ekkert of kalt svo það er ekkert að marka þær. Það er heldur ekki gott að þreifa á kinnum eða nefi því þeir hlutar geta verið kaldir ef loftið er kalt þó svo barninu sé annars vel hlýtt.
Það sem helst þarf að passa er að það komi ekki raki inn í vagninn. Kalt og rakt loft er ekki góð blanda.<br><br>Kveðja,
GlingGlo