Halló! Ég átti mitt fyrsta barn í fyrra og var í MFS. Öll meðgangan var frábær og eftirlitið og svoleiðis, ljósmóðirin var afskaplega áhugasöm og mjög fín og ég hlakkaði bara til að ganga í gegnum þetta allt saman. Mér fannst líka svo frábært að geta verið í svona stóru og djúpu baði í hríðunum en þegar fæðingin sjálf gekk í garð þá hefði ég (svona eftirá að hyggja) frekar viljað vera í fæðingarrúmi með stoðum og svona. Þetta að eiga í svona stóru hjónarúmi hentar þeim sem gengur vel að fæða, það gekk illa hjá mér og þetta var bara ekki það sem ég þurfti. Barnið var reyndar mjög stórt og ýmislegt sem kom uppá sem var ekki til að auðvelda þetta allt saman. Alla vega held ég að ég kjósi bara að fara venjulegu leiðina næst, sérstaklega þar sem ljósmóðirin mín sem ég var mjög ánægð með er að hætta í MFS. Vona að allt gangi vel hjá þér!!