á föstudaginn var ég að passa 5 ára frænku mína, og hún var inní stofu að horfa á sjónvarpið.. og ég lét Bergsvein (son minn) sitja á gólfinu hjá henni og bað hana að leika við hann í smá stund. svo fór ég á klósettið og svona og fór svo inní herbergi aðeins, og allt í einu kom Guðrún (frænka mín) hlaupandi, Hilla, Hilla, Bergsveinn er búinn að standa upp við sófann og er að reyna að klifra uppí! ég sagði henni að það væri allt´i lagi því hann var kvort eð er alltaf að því og kæmist auðvita ekkert uppí.. hann er nú bara 7 mánaða rúmlega.. svo kemur hún eftir svona 1 mín aftur.. Hilla, veistu kvað??? Bergsveinn gat klifrað sjálfur uppí sófann!! hún var geggjað glöð og sæl yfir þessu og ég auðvita rauk inní stofu og þá akkurat hrundi hann beint á andlitið framúr sófanum :( fékk bara kúlu.. ekkert alvarlegt :) en Guðrún er nú ekki ennþá búin að viðurkenna að hafa hjálpað honum uppí.. hann gerði þetta víst sjálfur….. ;)

:)<BR><BR>Kveðja

GIZ ;)