Já það verður nú að segjast eins og er “ Dóttir mín er fatafíkill og bara fíkill á allt sem að er mjúkt viðkomu”.
Fyrir það fyrsta er hún alveg þvílíkt kelin. Hvert skipti sem hún sér eitthvað mjúkt teppi, kodda, púða, bangsa eða föt þá tekur hún útan um það og segir Aaaaa.
Öðru lagi elskar hún að veltast um í rúminu okkar og er núna í því að standa upp með okkur sem stuðning og sleppir svo og lætur sig falla niður á bossan og hlær svo bara.
Í þriðja lagi er alltaf slagur um fötin þegar að við skiptum á henni því hún vill ekki leyfa okkur að klæða sig og sérstaklega ekki í gammósíur. Ástæðan er einföld hún elskar hreinlega að klæða sig sjálf í. Hún byrjar á því að klæða sig í eina skálmina allveg upp og reynir að klæða hinn fótinn í líka en það gengur ekki því þeir vilja alltaf fara í sömu skálmina svo hún rífur buxurnar af sér aftur og byrjar uppá nýtt og svona getur hún haldið áfram lengi. Ég segi nú bara sú verður góð einhvern daginn. Eins gott að hún komist ekki í krítarkortið.
Mig langar að vita kannast einhver annar við svona áráttu hjá svona ungu barni eins og henni.
Kveðjur,
Krusindull<BR