Ég sé að það voru heitar umræður um ofvirkni sem ég hef alveg misst af. Mig langar samt að koma með komment (veit ekki hvort það hefur komið áður).
Ofvirkni/athyglisbreystur/misþroski er líkamlegt ástand/fötlun. Líkamlegt merkir að það sé annaðhvort ofvirkni eða vanvirkni í líkamanum. Það er því mjög eðlilegt að það sé hægt að hafa áhrif á það með lyfjum, rétt eins og geðsjúkdóma.
Óþekkt, sykursjokk og annað er andlegt ástand. Það verður ekki læknað með lyfjum. Óþekk börn sem hegða sér á nákvæmlega sama hátt og ofvirk börn (á hve margan hátt er hægt að vera með læti???). Munurinn á þeim er að hægt er, með rannsóknum, að staðfesta það að ofvirku börnin eiga virkilega við líkamlega fötlun að ræða en ekkert slíkt er að finna hjá óþekku börnunum. Þarna kemur algengur misskilningur. Fullt af fólki þekkir óþekk börn og dæmir ofvirk börn út frá þeim.
Ég setti inn þetta með sykursjokkið vegna þess að vinkona mín sem á ofvirkan dreng lýsir ástandinu þannig: Þið vitið hvernig börn eru í afmælum, hlaupandi, öskrandi út um allt og upp um allt. Þannig er hennar strákur einn heima á venjulegum degi!!!!!