Það er MJÖG sjaldgæft að niðurstaða sé falskt jákvæð. En það getur komið fyrir að kona sé ófrísk og það komi jákvætt á prófi, en fóstrið deyji mjög fljótt og næsta prufa verði því neikvæð (þar sem hormónamagnið helst ekki nægilega hátt og dalar eftir að fóstrið deyr). Svo skolast bara fóstrið út með blæðingum sem kannski eru túlkaðar sem bara seinkaðar blæðingar. Svo er líka til í dæminu hormónarugl hjá konunni, en það er alveg afskaplega rosalega sjaldgæft. Venjulega er það þannig að ef próf er jákvætt þá er erfingi á leiðinni.<br><br>Kveðja,
GlingGlo