- - -
En ég er með nokkrar stórar spurningar um fæðingarorlof.
1. Hvert fer maður með “umsókn” um fæðingarorlof sem maður nær í á www.asi.is?
2. Ég fæ 3 mán, hún fær 3 mán svo fáum við 3 mán sem við getum skipt á milli okkar. Hún tekur sem sagt 6 mán en hefur heyrt að það sé hægt að teygja þá í 12? Hvernig virkar það?
Hugmyndin er sú að hún taki sér árs orlof til að sinna “uppeldisstörfum” - og eftir því sem hún hefur heyrt þá getur hún tekið þessa 6 mánuði og teygt þá í 12 með því að taka út 50% á mánuði af bótunum? Er þetta rétt?
3. Ef þetta fyrir ofan (nr. 2) er möguleiki, hvernig snýr maður sér í því?
4. Er kannski skynsamlegara fyrir okkur að taka út þessa 6 mánuði hennar í einni syrpu og að ég nýti skattkortið hennar í 6 mánuði?
- - -
Svo er það út af barnabótum.
Ég fann á þessu spjalli mjög góðar upplýsingar um barnabætur. En mig langaði að spyrja einhvern sem hefur reynslu í þessu varðandi bæturnar.
1. Er hagstæðara að skrá sig ekki í sambúð heldur en að vera í skráðri sambúð þegar kemur að barnabótunum?
2. Hvað er best að gera til að “mjólka” það sem maður á “rétt á” í barnabótunum?? :)
Með fyrir fram þökk og ósk um málefnaleg svör.
kv, Andri