Jæja alltaf nóg að gera.
En allavega við fórum í kringluna í dag og þvílík stappa af fólki. Það liggur við að maður segi “vinnur enginn”?
Við náðum að kaupa nokkrar gjafir í dag, þó svo að við vorum með litla álfinn okkar.
Það er svo fyndið hvernig börn hegða sér þegar þau verða feimin.
T.d Þegar dóttir mín hittir nýtt fólk fer hún að ota saman vísifingum sínum og gjóir augunum í allar áttir eins og hún sé að segja ég er ekki hér. Nú eða þá eins og þegar við vorum í kringlunni bendir hún á fólk og hlær svo hátt og mikið. Alveg eins og hún sé að gera grín að fólkinu. Það vantar bara að hún segi mamma sjáðu þennan eða þessa.
Það er svo gaman að fylgjast með hegðun og þroska barna.
Svo þegar við vorum búin í kringlunni um klukkan að verða 4 fórum við til mágkonu minnar. Hún á fallega litla læðu sem reyndar var að eignast fjóra fallega kettlinga. Dóttir okkar var að þvælast um við eldhúsborðið þegar að læðan kom inn. Dóttir okkar sat undir stól og rétt rak andlitið undan stólnum til að líta á hana og hafði greinilega mikinn áhuga, nokkrum sekundum seinna fikraði læðan sig að henni og ætlaði að þefa af henni en sú litla þaut undir stól aftur og skríkti, Það er varla hægt að lýsa þessu en þetta var ekki neitt smá fyndið.
Svona eins og þegar hún tekur í skottið á hundunum hjá ömmu sinni og öskrar svo af kæti yfir því að hafa komið við þá.
Ég veit það ég er alltof stolt af henni og montin.
Þið fyrirgefið.
Krusindull í billjónast himni.<BR