Það er alveg frábært hvað börn eru fljót að læra og breytast.
Í fyrradag var dóttir mín eitthvað að reyna að stand upp hjá pabba sínum þar sem að hann sat á gólfinu og þar sem að hún stóð hjá honum sleppti hún höndunum, hún stóð þarna í nokkrar sekundur svo áttaði hún sig á því og settist alveg eins og hún væri rosalega hrædd og voða varlega. Þetta var svo sætt.
Svo í gær vorum við að fara að borða og svona upp úr þurru vildi dóttir mín fara að mata sig sjálf og það var hreinlega eins og hun hefði ekki gert annað en að mata sjálfa sig frá fæðingu.
Meira að segja var þetta mun snyrtilegra hjá henni en ég hefði þorað að vona.
Ég er ekki neitt smá stolt af minni núna.
Ég get ekki beðið eftir því að hún fari að ganga.
Ég bara varð að fá að monta mig aðeins.
Kveðjur,
Krusindull<BR