Það var einn góðan verður dag sem að ég þurfti að fara með dóttur mína uppá Landsspítala í eftirlit og jú við fórum og allt gékk vel. Svo fórum víð í bæinn eftir heimsóknina uppá spítala.
Kíktum inní að mig minnir þrjár verslanir og hittum svo pabbann og fengum okkur að borða á Grillhúsi Guðmundar. þegar að allir voru orðnir saddir fórum við til að ná í strætó og það vildi svo vel til að vagninn sem að ég og dóttir mín´þurftum að taka kom um leið og við komum uppá stöð en maðurinn minn þurfti að fara á fund. Þegar við fórum inní strætó kom önnur kona með vagn og ungt gangandi barn. Ég hjálpaði henni með vagninn og hún hjálpaði mér. Nú við vorum komnar uppí Ártún og áfram var ferðinni heitið uppí Grafarvog. Þegar að vagninn kom að Húsgagnahöllinni gaf bílstjórinn (Kona) í og tók beyju í leiðinni og dóttir mín sem að sat uppi í vagninum flaug næstum því úr vagninum þegar að hann sporreistist í látunum en ég var svo snögg að kippa henni að mér. Konan sem að var með hinn vagninn var ekki glöð enda með 2 mánaða barn í vagninum og öskraði á bílstjórann " Hvernig væri að fara að aka eins og manneskja og hægja á sér í beyjunum við erum hérna tvær með lítil börn og þú ert heppin að ekkert kom fyrir annað barnið hérna. Og hvað bílstjórinn sagði bara ég má ekkert vera að því, því ég þarf að halda áætlun. Ég var í þvílíku sjokki þegar ég kom útúr vagninum að ég gat varla keyrt vagninn heim en ástæðan fyrir því að dóttir mín var ekki í beysli var sú að ég var að reisa hana við þegar að kellingin tók af stað og var því ekki búin að smeygja beislinu á hana og hentist svo frá vagninum og var því mjög heppin að grípa dóttur mína.
Þegar ég hringdi til að kvarta var mér bara sagt að ég tæki ábyrð á sjálfri mér og barninu mínu og ætti þá bara að velja mér annan ferðarmáta því þeir þyrftu að halda áætlun.
Þvílík hneysa.
Ég hef aldrei heyrt annað eins.
Svo kæru hugarar ef þið þurfið að fara með strætó hafið þá augun vel opin.
Þetta var mín reynslusaga og gerðist hún í byrjun sumars reyndar.
Krusindull<BR