Hvaða finnst ykkur um skólabúninga?
Ég fór eitthvað að velta því fyrir mér hvort að þeir þjónuðu einhverjum tilgangi hérna hjá okkur eða þá hvaða tilgangi þeir þjóna yfirhöfuð.
Held að það hafi verið keyptir skólabúningar (peysur) í Áslandsskóla en þeir hafa ekkert verið notaðir (síðast þegar ég vissi).
Ég held að það hefði sína kosti ef að krakkar væru í skólabúningum því að það eru mörg börn sem að líða skort og eru í gömlum, og í sumum tilfellum illa förnum, fötum og er strítt vegna þess. Einn besti vinur sonar míns kemur úr fátækri fjölskyldu og er alltaf í fötum sem eru fengin frá t.d. Rauða krossinum og Mæðrastyrksnefnd, fötin eru mjög oft orðin léleg og honum er mikið strítt útaf þessu. Ætli að skólabúningar myndu hjálpa til við að slá á svona stríðni? Ætli að það myndi eitthvað hjálpa til við aga þegar að börnin eru öll í eins og geta ekki verið að metast um klæðaburð?
Þetta eru bara smá hugleiðingar sem ég vildi deila með ykkur en það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst.