Ef ég mætti spyrja.
Fenguð þið lánaða vagna eða kerrur fyrir börnin ykkar?
Úrvalið á vögnum og kerrum er mikið og gæðin eru misjöfn.
Mér finnst ekkert leiðinlegra en að mæta manneskju með vagn eða kerru sem að ískrar í eða að vagninn eða kerran er of lág fyrir manneskjuna.
Sjálf keypti ég vagn og reyndar kerruna líka.
Vagninn er Bébécar vagn og er mjög góður. Og sem betur fer er hann ekki vagn sem að brakar og ískrar í.
Kerran er Graco en ég er ekkert alltof ánægð með hana.
Þegar maður er að ganga þarf maður varla að stíga fram til að rekast í bremsuna og kerran læsist og er þetta rosalega óþægilegt og svo er innkaupakerran svo lítil. Hún er hlýleg með góðri fóðraðri svuntu. Þetta er alveg rosalega misjafnt.
Kveðja,
Forvitin Krusindull