Jæja ég er komin aftur og það gerist bara nánast ekkert hérna hva ekki á ég að halda þessu ein upp eða hvað???
Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér svo að þegar ég sest hérna við tölvuna þá get ég bara ekki annað en andað léttar og slakað á. En samt er að fara á fund í kvöld.
Hvernig væri að deila smá fyndnum sögum með okkur.
Ég veit bara að dóttir mín er alveg frábær við fórum á jólahlaðborð á laugardaginn og svo keyrði tengdamamma okkur heim og á leiðinni setti hún spólu í tækið sem að hún og dóttir mín höfðu verið að hlusta á fyrr í sumar þegar hún var hjá ömmu í pössun. Nú mín er svo hrifin af tónlist og fer að dansa í takt við taktfasta tónlist en í þetta sinn var hún föst í barnabílstólnum, svo mín fór bara að smella í góm í takt við tónlistina og það fannst öllum þetta fyndið svo hún hélt bara áfram og hló þess á milli. Það er svo fyndið þegar börn sjá að þau eru fyndin þá ljóma þau öll og hlæja svo innilega.
Þetta er mín litla utgáfa.
Ykkar,
Krusindull