Viðkvæmar sálir vinsamlegast lesið þetta ekki!!!!


Þannig er mál með vexti.
Dóttir okkar er með ofnæmi fyrir fiski. En þrátt fyrir það höldum við áfram að borða fisk en hún fær annan sér utbúinn mat. Í gær var fiskur og ég var einhvað að vesenast og maðurinn minn stóð upp frá borðinu og á þessum örfáu sekundum náði sú stutta sem að vill gjarnan borða af okkar diskum sér í fisk pínulítinn bita. Nú þar sem að þetta var svo lítill biti töldum við þetta sleppa. Svo leið og beið og við lékum okkur og það var svona um 3 og hálfum tíma síðar sem hún fór að sofa. Svaf vært í smá tíma og svo kom að því að maðurinn minn heyrði einhvert skrítið hljóð úr herberginu hennar eins og hún hefði verið að higsta mikið og einhvað vesen var á henni, svo ég fór og athugaði með hana. Þegar ég opnaði hurðina gekk ég á vegg hreinlega. Þvílíkt ógeð. Veslingurinn litli var búin að æla og það ekki neitt smá mikið. Svo það var bara stórhreingernig kl að verða 11 sæng, rumföt, hún sjálf, fyrir framan rúmið og undir því. Nú mín vill ekki sofa með neitt annað en sængina sína og þá voru góð ráð dýr. Ég prófaði að setja teppi í eitt af sængurverunum hennar og það tókst þar sem að sumir voru svo þreyttir.
En að hugsa sér hvað þarf lítið til.
Ég var hreinlega alltaf að vakna í nótt og hlusta efir andardrætti hennar.
Svo núna eru allir frekar þreyttir svo við erum að hugsa um að fara að sofa núna.
Takk fyrir okkur,
Hafið það gott og farið varlega í stressi föstudagsins,
Ykkar,
Krusindull