Ég á eina 16 mánaða og hún hreinlega sofnar ekki á kvöldin. Hún sefur í 1-2 klst. á daginn og er vakin kl.15.00. Hún er sett inn kl. 20.00 og þar er hún, ekkert að grenja neitt alvarlega en hún sofnar ekki. Í gær var hún ekki sofnuð kl.23.00. samt vorum við pabbi hennar komin upp í rúm þar sem rúmmið hennar er í sama herbergi og okkar… Ég skil þetta ekki… ætli hún sé með einhvern vott af ofvirkni? samt segi ég þetta án ábyrgðar því ég veit lítið sem ekki neitt um ofvirkni.

Ef einhver ykkar þekkir þetta vandamál og hefur kannski einhverja þekkingu á þessu vinsamlegast látið mig vita.

Kveðja Isa.