ég var ekki viss um hvar þessi grein ætti að fara, en þetta er ekki verri staður en hver annar..

Í dag sá ég svolítið ÖMURLEGT í Levi´s búðinni á Laugaveginum. Í gluggaútstillingunni var engill (úr pappa) sem leit niðurávið og sagði eitthvað á þessa leið : “Verið óhræddir því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð. Levi´s í alla pakka!!” Við að sjá þetta hræðilega auglýsingabragð fékk ég æluna upp í háls. Eru jólin orðin að einu allsherjarkaupæði þar sem enginn getur verið hamingjusamur nema að eyða 200þúsund kalli í skraut, mat og jólagjafir? Svo ég blandi börnum í þessa grein þá æsir allt þetta kaupæði þau svo upp að þau heimta helst 50 stóra pakka hvert. Kannski ekki öll börn, en mörg samt. Nú er svo komið að margir KVÍÐA jólunum því maður “verður” að eyða svo miklum pening til að halda almennileg jól. Ég kemst ekki í neitt jólaskap við að sjá allar verslanirnar reyna að troða sínum vörum upp á mann með auglýsingum og ljósum. Ég er ekki að segja að maður eigi að klæða sig í strigapoka, éta baunir og skreyta herðatré í stað jólatrés og kaupa ekki neitt, heldur þætti mér gott ef hægt væri að minnka aðeins allt þetta brjálæði. Jól ættu að vera tilhlökkunarefni, fólk ætti ekki að þurfa að hugsa “ooohhh það er kominn desember og ég þarf að taka allstaðar til, baka 30 smákökusortir, senda 90 jólakort og kaupa rándýrar gjafir handa ÖLLUM sem ég þekki.” Mér finnst að jólin ættu að vera tími þar sem fjölskyldan og/eða vinir koma saman og hafa það gott. Til að vera væmin þá finnst mér að jólin ættu að vera tími kærleika en ekki visareikninga.
Gleðileg jól
Refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil