Þannig er mál með vexti að 11 mánaða sonur minn er farinn að taka upp á því að þegar ég sæki hann til dagmömmunar og erum komin heim þá þarf ég að vera stöðugt niðri á gólfi og leika við hann, yfirleitt byrja ég nú að leika við hann en svo þegar ég þarf að fara að gera eitthvað annað þá fer hann að væla og vill koma til mín og helst bara vera hjá mér en helst vill hann að ég sé bara að leika við hann. Hann var aldrei svona vælinn og hefur alltaf grátið frekar lítið en núna vælir hann voða mikið ef ég er ekki stanslaust með honum(ég eða einhver annar). Hann hagar sér ekki svona hjá dagmömmunni og er alveg sama þótt í fari frá honum en er voða glaður að sjá mig koma aftur að sækja hann og þá má ég ekki leggja hann frá mér á meðan ég tek til fötin á hann eða neitt, ég á bara að halda á honum þá. Endilega reynið að aðstoða mig þetta er svo leiðinlegt að geta ekki farið á klósettið nema hann sé hágráandi fyrir framan hurðina.
kær kveðja GiRND