Þetta er ekki lengur litla saklausa Ísland þar sem ekkert slæmt gerist. Ef einhver ætlar að ræna barni hér, þá hefur viðkomandi úr nógu að velja. Þeir sem segja að börnin þeirra sofi miklu betur úti, er það ekki bara spurning um , hvað þau eru vaninn á frá byrjun? Fólk er að hneysklast á því að foreldrar séu að fara með nokkurra mánaða ungabörn í verslanir vegna sýkingahættu en á sama tíma er það tilbúið að láta þessi litlu börn sofa úti í margra stiga frosti og vondum veðrum, þau eru jafnvel látin sofa úti við götur þar sem er mikil umferð og væntanlega mikil mengun, er það heilnæma loftið sem þau eiga að anda að sér. Nei mér finnst að fólk ætti nú aðeins að hugsa sinn gang og ekki gera hluti bara af því að mamma gerði það og amma gerði það enda voru aðrir tímar þá, sennilega minni mengun. Ég held að um þetta hljóti að gilda eins og annað, allt er gott í hófi. Svo verða foreldrar að passa sig á því að muna eitt, þegar börnin stækka og fara að geta hreyft sig meira, risið upp t.d. þá er vissara að þau séu bundin niður. Ég veit um dæmi þess að fólk missti rúmlega eins árs gamla dóttur sína af því að hún datt út úr vagninum. Ég lét dóttur mína aldrei sofa úti, mér fannst það einfaldlega fáránlegt og ég hef ekki orðið var við það að hún hafi borið einhvern skaða af, ef eitthvað er, þá held ég að hún hafi einmitt verið mun hraustari en mörg börn í kringum hana á sama aldri sem voru látin sofa úti. Fékk sjaldnar kvefpestir, aldrei í eyrun sem virðist samt plaga ansi stóran hluta ungbarna gæti verið samhengi þarna á milli, það er spurning? Hef oft velt þessum hlutum fyrir mér. Einhverjir verða sjálfsagt æstir yfir þessum skrifum mínum en ég verð æst af að sjá fólk setja börnin sín hugsunarlaust út í hvaða veður sem er og hvar sem er.
Kveðja PiCatChyou
——————————