Einelti er alveg skelfilegt mál sem allt of lengi hefur verið reynt að fela.
Sem betur fer er það að breytast, Stefán Karl er að gera rosalega hluti og einnig er heimildamynd í bígerð sem sýna á í öllum grunnskólum.
Ég var að lesa á netinu áðan um mann sem fór á fyrirlestur sem Stefán Karl hélt í einum grunnskólanum, þar sagði hann að á síðasta ári gerðu 48 börn og unglingar tilraun til að fyrirfara sér . 41. lifði af, margir fyrir tilstilli Stefáns.
Þetta er skelfileg staðreynd !! Ég hafði bara ekki grun um að þetta væri svona hryllilegt. Svo er talan örugglega hærri, og fyrir utan alla þá sem “bara” hugsa um að drepa sig.
Í mogganum las ég einnig að hann hefði sagt að börn allt niðrí 6 ára aldur og jafnvel leikskólaaldur hugsi um sjálfsmorð. Hugsiði ykkur !! Ég reyndar er ein af þeim sem hef lifað með sjálfsmorðshugsunun nánast eins lengi og ég man eftir mér, ég hef þó aldrei og mun líklega aldrei gera neitt í því. Er alltof mikil gunga og með króníska frestunaráráttu og einhvern veginn veit að það er ekki lausn og það er ekki rétt. En það stoppar hugsanir mínar þó ekki. Ég þó hélt í einfaldleika mínum að það væru ekki margir eins og ég sem byrjuðu svona snemma á þessum hugsunum, því miður hafði ég rangt fyrir mér :'(
Mér finnst svona málefni vera allt of mikið falin. Finnst að tala ætti um geðræn vandamál við börn og unglinga, eitthvað sem lítið er gert í dag. Ég leitaði mér fyrst hjálpar 22 ára gömul, þorði það ekki áður og hélt að það væri ekkert að mér, að ég væri bara ímyndunarveik. Mikið vildi ég óska að ég hefði fengið einhverja fræðslu um þetta á unga aldri, þá kannski hefði líf mitt ekki verið eins mikil þrautarganga :(
Æi hvað ég myndi vilja breyta þessu öllu :(
Hérna eru nokkrir linkar
http://www.palmi.is/frettir.asp?Frettir=ein&T unga=isl&FrettID=63
http://www.skodun.is/einelti/ Hérna er svo mitt framlag til að reyna að hjálpa fólki með geðræn vandamál, vefurinn er rúmlega vikugamall svo ekki orðinn mjög virkur..
http://www.einhugur.com/Gedheilsa