Tyrkneska heilbrigðisráðuneytið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vara við skaðlegum áhrifum Pokemona á börn. Vísindamenn þar í landi hafa fundið út að Pokemonarnir réttlæta ofbeldi, verða til þess að börn geta ekki greint á mill góðs og ills og hvetur þau til að koma sér í hættulegar aðstæður. Þeir geta þess einnig í skýrslunni sinni að fjöldi leikfanga og annars drasls tengt Pokemon geti skapað fjárhagsörðuleika hjá foreldrum. Þeir óska eftir samstarfi með foreldrum og kennurum til að koma í veg fyrir að börnin verði heltekin af kvikmyndinni. Einnig óska þeir eftir að allar sjónvarpsstöðvar verði með barnasálfræðinga á sínum snærum til að velja barnaefni í dagskrána.
A