mér finnst þetta ömurlegt hjá þessu tyrkneska heilbrigðisráðuneyti, einu orði sagt. Ég ákvað að prufa að kíkja á þetta pókemon eftir að ég kom frá Englandi því þar gekk alltútá hvað pókemon væri slæmt, fengi börn til að stela, verða ofbeldishneygð og önnur álíka vitleysa. Ég komst allveganna að því að það er kjaftæði því þetta eru mjög skemmtilegir þættir (ég get ennþá upplifað hvernig það var að vera barn, mjög margir vaxa uppúr því) og þetta er sko engu verra æði en ýmislegt sem fullorðið fólk hellir sér útí og eyðir peningum í. Það hefur lengi vantað eitthvað skemmtilegt æði fyrir börn og ég verð að segja að þetta er miklu skárra en t.d þegar allir söfnuðu nba kortum og svoleiðis drasli. Ef krakkarnir læra svo að spila pókemon spilið þá verða þau klár og það er bara einsog að spila magick.
Mér finnst að fullorðið fólk ætti að hætta að pirra sig á pókemon og ef það vill spara þá á það að endurskoða aðeins það sem það sjálft eyðir í og svo er engin ástæða til að vera sí og æ að gefa krökkunum spil. Þetta er góð leið til að láta krakkana fara að gera eitthvað fyrir peningana einsog að sendast og svoleiðis.
Við lifum í samfélagi þarsem krakkar geta orðið fyrir stríðni vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki efni á að kaupa réttu fötin handa þeim. Svo ala trúarskoðanir og trúarleg dómsmeðferð mála í Tyrklandi mun frekar á obeldi en nokkuð skemmtilegt barnaefni í sjónvarpinu svo þessir vísindamenn ættu frekar að einbeita sér að því að rannsaka hvernig tyrkjar koma fram hver við annan og hvað þeir kenna börnunum sínum (t.d varðandi kynjahlutverk og þannig)